Skólinn
Fréttir
val7

Smíðahópar í 7. og 8. bekk

14.4.2011 Fréttir

Í dag fimmtudaginn 14.apríl fóru nokkrir strákar í 8.bekk í göngutúr m.a. til að skoða moltugerð Steinunnar garðyrkjumeistara Seltjarnarness, en hún lumar á ýmsu sem kemur smíðastofum vel.val1val2

Allskonar trjáafgangar sem gaman væri að tálga úr,  höggva og skoða. Á þessu skemmtilega svæði er líka að sjá afganga úr bryggju sem rifin var úr Reykjavíkurhöfn í síðasta mánuði.  Bryggjan er gömul, harðviðurinn heillegur þótt hann sé komin til ára sinna, sumstaðar gegnumsósa af olíu.  það var líka merkilegt að skoða hrúðurkallana sem liggja á bryggjustaurunum. Á leiðinni heim var birkitrésbolur borinn heim af strákunum að smíðastofunni.

val3val4

val5val6

Á degi bókasafnsins heimsóttu smíðahópar 7.og 8. bekkja bókasafnið, drengirnir sátu í hring og skiptust á að velja myndir til að sýna. Það fór vel á með þeim, þeir skiptust á hugmyndum og fróðleik. Margar fallegar bækur eru til á bókasafninu og María af sínu gjafmildi dugleg að opna nýja heima. Á safninu er t.d. áhugaverð bók um brýr og var þó nokkur áhugi að skoða verkfræðiundrin í þeirri bók. Við skoðuðum teiknibækur og sumir völdu  "súrealískar" teikningar til að segja frá og einhverjir höfðu eins og gefur að skilja áhuga á upplýsingum um hitt kynið.