Skólinn
Fréttir
206981_10150128989629302_30969449301_6731031_6515110_n

Úrslitakeppni í Skólahreysti 28.apríl kl. 20:00

27.4.2011 Fréttir

Úrslitakeppni í  Skólahreysti verður sjónvarpað beint frá Laugardalshöll fimmtudaginn 28. apríl 2011 kl. 20.00
 
Valhúsaskóli er einn af þeim tólf skólum sem komust í úrslit í Skólahreysti.  Nemendum í 8. 9. og 10. bekk verður boðið upp á rútuferð
frá skólanum og heim aftur að keppni lokinni.  Nemendur í 7. bekk eru að sjálfsögðu velkomnir í fylgd með foreldrum
á efri  áhorfendapalla í Laugardalshöll.  Hver skóli má mæta með 70 stuðningsmenn á neðri palla. Ef fjöldi nemenda fer yfir þá tölu
fer umfram fjöldinn á efri palla með almenningi. Þá verður reglan sú að 8. bekkingar fara upp.
 
Liðið okkar er þannig skipað:
 
Styrktarþrautir:   Helga Laufey Hafsteinsdóttir og Andri Freyr Jónsson
 
Hraðaþraut:        Arna Ýr Jónsdóttir og Gunnar Guðmundsson
 
Til vara eru þau  Tinna Bjarkar Jónsdóttir og Arnar Steinn Þorsteinsson
 
 
Við í Való erum ákaflega stolt af krökkunum okkar sem hafa þegar náð frábærum árangri og óskum við þeim góðs gengis í Laugardalshöllinni
                                        
          
                                          ÁFRAM VALÓ