Skólinn
Fréttir
hjalmur1

1. bekkingar fá hjálma að gjöf

28.4.2011 Fréttir

Eimskipafélag Íslands og Kiwaninshreyfingin gefa öllum grunnskólabörnum sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor reiðhjólahjálma.

Á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn mætti 1. bekkur til að taka á móti hjólreiðahjálmum. Einning mættu á svæðið hinir landsþekktu félagar út hljómsveitinni Pollapönk. Lögreglan kom og sýndi börnunum mótorhjól sín og fór yfir helstu umferðareglur. Fulltrúar Seltjarnarnesbæjar mættu á staðinn með börnum og kennurum 1. bekkjar, þau Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Baldur Pálsson fræðslufulltrúi og aðstoðuðu við að setja hjálma á „Óskabörnin“ sín.

hjalmur5

hjalmur4