Skólinn
Fréttir
102_1873

Dönskuvalið í Danmörku

28.4.2011 Fréttir

Nemendur úr dönskuvalinu fóru í 6 daga ferð til Kaupmannahafnar í apríl. Þeir heimsóttu 10.bekk úr Rosenlundskóla sem hafði heimsótt Való síðastliðið haust.

 

Tekið var vel á móti íslensku nemendunum, farið í skoðunarferð um skólann og boðið var uppá flottan hádegismat að dönskum sið og farið í skemmtilegan ratleik. Næstu daga var mikið gengið og margt skoðað í Kaupmannahöfn. Gengið var með lífvörðum Drottningar frá Rosenborgarhöll að Amalíuborg, Litla Hafmeyjan skoðuð, siglt með strætóbát,farið á Experimentariumsafnið, á Bakken og kíkt í verslanir á Strikinu og á Fisketorginu.

 Myndir úr ferðinni eru hér