Skólinn
Fréttir
Mannfólk við Gróttuvita

GRÓTTUDAGURINN ER Á MORGUN

29.4.2011 Fréttir

Skemmtilegur og fjölbreyttur dagur á Seltjarnarnesi á morgun laugardaginn 30. apríl

Gróttudagurinn 30. apríl 2011
Árlegur fjölskyldudagur í náttúruperlunni Gróttu er nú í umsjá starfsfólks Grunnskóla Seltjarnarness.
Gróttudagurinn verður haldinn laugardaginn 30. apríl 2011 milli kl. 9:30—13:00, en þá er
hægt að komast fótgangandi út í eyju.
Hægt verður að kaupa kaffi, djús og rjómavöfflur í Fræðasetrinu!
Í vitanum verða sýnd verk nemenda Grunnskóla Seltjarnarness.
Lalli töframaður skemmtir gestum kl. 11:00.
Meistari Jakob, eldri skólakór grunnskólans syngur kl. 11:30.
Gróttuviti verður opinn frá kl. 9:30—13:00
Björgunarsveitin Ársæll verður á staðnum og ekur þeim sem ekki treysta sér til að ganga út í eyju.
--------------------
Gróttudagurinn 30. apríl kl. 15:00 Seltjarnarneskirkja

Náttúran - Tónleikar
Náttúran—Tónleikar í Seltjarnarneskirkju með íslenskum einsöngslögum fyrir sópran og píanó.
Flytjendur eru Rannveig Káradóttir, sópransöngkona og Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari, bæjarlistamaður Seltjarnarness.
Tónleikarnir hefjast kl. 15:00. Miðaverð 1500 kr. Forsala aðgöngumiða á Bókasafni Seltjarnarness. Miðar annars seldir við innganginn.
Gróttudagurinn 30. apríl kl. 16:30- Bókasafn Seltjarnarness