Fréttir
Slysavarnarfélagið Varðan í heimsókn
Í dag komu félagar úr slysavarnarfélaginu Vörðunni í sína árlegu heimsókn í skólann. Nemendum í 1. - 7. bekk var sýnt hvernig best er að stilla reiðhjólahjálma þannig að þeir passi og komi að sem bestu gagni. Við þökkum kærlega fyrir og kunnum vel að meta þessa hjálp slysavarnarkvenna.