Skólinn
Fréttir
tho4

Flökum og borðum þorsk í heimilisfræði

9.5.2011 Fréttir

Björn í 5 - HG kom með ferskan þorsk í heimilisfræðitíma mánudaginn 9.maí. Pabbi hans er sjómaður og hafði veitt fiskinn um helgina.tho5

Við fengum Jóa matreiðslumann skólans til að koma til okkar til að flaka og snyrta fiskinn. Fylgdust nemendur áhugasamir með því. Jói fræddi okkur einnig um hvað fiskurinn borðar í sjónum og hina ýmsu hluta úr honum. Hökutoppurinn vakti mikinn áhuga hjá hópnum.
Fiskurinn var síðan settur í frysti og verðu hann eldaður á miðvikudaginn þegar hópurinn kemur aftur í heimilisfræðitíma. Hann verður steiktur á pönnur með papriku og lauk.
tho1tho2tho3