Skólinn
Fréttir
IMG_1130

7. bekkur á Reykjum í Hrútafirði

16.5.2011 Fréttir

Vikuna 9.-13. maí fór 7. bekkur í Valhúsaskóla í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Þar var margt skemmtilegt brallað og margt nýtt lært. 

Krakkarnir kynntust frábærum krökkum úr Brekkubæjarskóla á Akranesi, sem dvaldist á sama tíma í skólabúðunum.  Skólunum var skipt í 3 jafnstóra, blandaða hópa og svo var þétt dagskrá alla vikuna. Flestir eru sammála um að ferðin hafi verið frábær í alla staði, og margar góðanr minningar fóru heim með krökkunum. Látum myndirnar tala sínu máli.