Fréttir
Göngum í skólann - frábær árangur!!!
Nú er Göngum í skólann lokið og árangurinn alveg frábær. Helmingur bekkja var með yfir 80% sem komu gangandi, hjólandi eða á annan vistvænan máta í skólann þessa 12 daga sem átakið stóð. Allar hjólagrindur skólans voru fullar og gott betur. Einn daginn voru um 120 hjól við skólann, þannig að þetta er frábær þróun.
Í 1. sæti var 5. - HGO með 100% þátttöku
í 2. sæti var 4.- LAS með 99,65% þátttöku
í 3. sæti var 2. - FR með 99,1% þátttöku.
Þess má geta að 5. - HGO vann gullskóinn í haust og hluti bekkjarins vann hann einnig þegar þau voru 4. A. Það verður því ekki auðvelt að sigra þau næsta haust þegar við tökum næstu keppni.