Fréttir
Ratleikur í 5. bekk
Síðasta föstudag var 5. bekkur í Bakkagarði. Þar fóru krakkarnir í ratleik sem var byggður á dögum páskahátíðarinnar annars vegar og fjölgreindakenningu Howards Gardner hins vegar.
Krökkunum var skipt í hópa sem unnu saman að því að leysa ýmis verkefni. Verkefnin fólust m.a. í því að mynda pálmagrein úr hópnum, semja leikrit um atburði föstudagsins langa og tala tungum eins og lærisveinarnir á hvítasunnu (þýða orð með hjálp orðabóka). Veðrið var frábært og krakkarnir stóðu sig mjög vel, voru áhugasamir, jákvæðir og glaðir.