Skólinn
Fréttir
Istanbul-and-Estonia-2011-326

Comenius- ferð til Tyrklands og Eistlands

26.5.2011 Fréttir

Comenius – Heimsóknir í skóla í Manisa í Tyrklandi í verkefninu „One smile makes all languages sound

the same“ og til bæjarins Kiwióli í Eistlandi í verkefninu „Culture in a box“

 

Síðustu ferðirnar í tveggja ára samstarfsverkefni skólanna í Comenius voru farnar í lok apríl og fyrstu
vikuna í maí. Tveir nemendur í 9. bekk í Valhúsaskóla, Hjalti og Bjarni fóru með í heimsókn til bæjarins
Kiwióli í austurhluta Eistlands, rétt við landamæri Rússlands, fyrstu vikuna í maí. Þar var mjög vel tekið
á móti hópnum sem var frá Búlgaríu, Tyrklandi, Pólandi auk Íslands og nemendur gistu hjá fjölskyldum í
bænum. Að venju var móttaka í skólanum og dagskrá með dans og söngatriðum frá nemendum. Síðan
var hópnum boðið að hitta bæjarstjórann sem sýndi verkefninu mikinn áhuga og fræddi okkur um
skólahald í bænum og nýja skólastefnu í Eistlandi.

Eins og alltaf í þessum ferðum er dagskrá frá morgni til kvölds og farið með gesti á merkustu minjasöfn,
kirkjur og kastala, ferðir í fjöllin og skoðunarferðir í höfuðborgum eða nálægum borgum. Ekki má gleyma
upplifun af öðruvísi matarhefðum en við eigum að venjast og oftar en ekki hafa foreldrar og kennarar
boðið uppá þjóðlega rétti i skólunum!

Það er ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til þessa samstarfs, kynnst skólafólki og fjölskyldum þeirra í
fjarlægum löndum, sem býr við allt aðrar aðstæður en við og heldur uppi faglegu og kröftugu skólastarfi
og að hafa kynnst menningu þjóðanna og sögu sem er miklu eldri en okkar saga og stór hluti af
mannkynssögunni.

 

Hér eru myndir úr ferðunum

Istanbul-and-Estonia-2011-333