Fréttir
Velheppnuð námsferð til Minneapolis
Starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness fór í lok maí í námsferð til Minneapolis. Setið var tveggja daga námskeið um Uppbyggingarstefnuna og þriðja daginn voru skoðaðir skólar sem hafa tekið upp þessa stefnu. Á námskeiðinu var líka starfsfólk Grunnskóla Ísafjarðar og Súðavíkur. Þetta var í alla staði vel heppnuð og lærdómsrík ferð.