Fréttir

Opnun Selsins
Selið hóf vetrarstarf sitt síðastliðin fimmtudag með opnunarballi í Félagsheimili Seltjarnarness. Var mikið fjör og góð mæting nemenda Valhúsaskóla á aldrinum 13-16.
Almenn opnun í Selinu hefst svo mánudaginn 12. september og er opið alla virka daga frá klukkan 13-19 og svo aftur 20-22. Einnig er opið á laugardögum milli 14 og 17. Miðvikudagar eru tileinkaðir 7. bekk og 16-18 ára starfinu og er því Selið bara opið fyrir nemendur 7.bekkjar milli klukkan 17:30 og 19:30 og 16-18 ára frá klukkan 20:00 til 22:00."
