Göngum í skólann
Nú er Göngum í skólann átakinu okkar lokið í ár en við hvetjum alla til að ganga eða hjóla í skólann eins lengi og hægt er. Þátttakan nú í ár var meiri en nokkru sinni fyrr eða 90,3% að meðaltali í 1. – 6. bekkjum.
Nær allir bekkir eru með yfir 80% árangur og níu bekkjardeildir yfir 90%. Samkeppnin um GULL- SILFUR eða BRONSSKÓINN var því býsna hörð. En að þessu sinni hlaut 6.-HGO GULLSKÓINN með 99,7% árangur, en það er í fjórða sinn sem þessi bekkur sigrar. SILFURSKÓINN hlutu krakkarnir í 6.-GUG með 99.3% árangur og BRONSSKÓINN hlutu krakkarnir í 5.-GIE með 99,1% árangur. Á hæla þeim komu svo 4.-IÓÞ, 3.-LAS og 2.-MKJ. Það er gaman að sjá hve yngri bekkirnir eru dugleg að ganga og hjóla.
Ekki má gleyma öllum þeim foreldrum sem ganga með börnunum og nota tækifærið og kenna þeim örugga leið í skólann og hvað á að varast í umferðinni.