Skólinn
Fréttir
for2

Forvarnardagurinn haldinn í Valhúsaskóla fimmtudaginn 5. okt.

5.10.2011 Fréttir

Í morgun, fimmtudaginn 5. okt., var hinn árlegi forvarnardagur haldinn í 5. sinn.  Nemendur í 9. bekk Valhúsaskóla söfnuðust af því tilefni saman á bókasafni skólans og tóku virkan þátt í dagskránni. 

Forseti Íslands (á myndbandi) ávarpaði nemendur, Margrét Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi ræddi við krakkana um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu og skemmtilegu lífi, nemendur unnu í hópum að verkefnum forvarnardagsins og að lokum horfðu nemendur saman á myndband forvarnardagsins.  Nemendur stóðu sig með miklum sóma bæði varðandi hegðun og vinnusemi.

for1

for4

for3