Skólinn
Fréttir
IMG_2148

Húsdýragarðurinn

13.10.2011 Fréttir

Nýverið fóru 6. bekkir á vinnumorgna í Húsdýragarðinum. Krakkarnir fengu að taka þátt í umhirðu dýranna og fengu um leið ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf. Krökkunum var skipt í þrjá hópa sem fengu úthlutað tveimur til þremur dýrategunum hver og sinntu þeim. IMG_2181

Þeir fengu t.d. að gefa dýrunum, reka þau út og þrífa húsin þeirra. Þegar morgunverkunum var lokið  héldu hóparnir kynningu um sín dýr þar sem þeir miðluðu því sem þeir höfðu lært til hinna. Allir krakkarnir stóðu sig frábærlega, unnu mjög vel og var framkoma þeirra til fyrirmyndar. 

Hér eru margar myndir úr ferðinni

Mundið nú þarf notendanafn og lykilorð!