Fréttir
Afríku-flóamarkaður
Síðastliðin föstudag var foreldradagur og markaður í Mýrarhúsaskóla. Þar seldu nemendur gegn vægu gjaldi muni og veitingar. Allur ágóði af sölunni verður notaður í þágu barna í Afríku. Salan gekk vel og söfnuðust vel yfir hundrað þúsund krónur. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á markaðnum.