Skólinn
Fréttir
annab-gudlaug-flora

Fræðsluerindi um gróður á Seltjarnarnesi

26.10.2011 Fréttir

Anna Birna Jóhannesdóttir kennari við Grunnskóla Seltjarnarnes er mikil áhugamanneskja um náttúru Seltjarnarness. Hún hefur í mörg ár fylgst með gróðurfari og tekið myndir af öllum villtum plöntum sem hér finnast, ásamt því að miðla þekkingu sinni til nemenda.

 Á dögunum var hún með fræðsluerindi fyrir kennara skólans þar sem hún sýndi myndir og lýsti kjörlendi hverrar plöntu. Við það tækifæri afhenti hún skólanum að gjöf veggspjald með myndum af villtum plöntum á Seltjarnarnesi. Það mun verða nemendum til mikils gagns við að greina hinar ýmsu tegundir sem hér vaxa.

 

Hér á myndinni er  Anna Birna að afhenda Guðlaugu skólastjóra veggspjaldið. annab-gudlaug-flora