Heimilisfræði í Való
Hér eru nokkrar myndir af hreingerningarfólki og stoltum bökurum í heimilisfræðitímum í Való.
Við erum umhverfisvæn í heimilisfræðinni í Való flokkum allan úrgang og endurnýtum eins og sjá má af myndunum bökum við stundum í mjólkurfernum, það er alveg kjörið þegar við erum t.d að fara eitthvert og viljum hafa með okkur nesti. Við hugsum líka um hollustuna og þess vegna notum við olíu í staðinn fyrir smjörlíki ( harða fitu).
Hér eru uppskriftir nemendur Való eru hrifnir af:
Spagetti fátæka mannsins | Marmarakaka |
---|---|
¼ laukur 1 gulrót 2–3 hvítlauksrif 1 dós saxaðir niðursoðnir tómatar 2 msk tómatkraftur 1 msk basilíka 1 tsk grænmetiskraftur 1 tsk oregano ½ tsk sykur 1 tsk salt 1–2 matskeiðar olía 250 g spaghettí aðferð 1. Saxið laukinn smátt og setjið í skál. 2. Hreinsið gulrótina og rífið á grófu rifjárni og bætið í skálina með lauknum. 3. Takið utan af hvítlauknum og merjið með hvítlaukspressu og hafið tilbúið á litlum diski. 4. Setjið olíu á pönnu og hitið í fjórar mínútur á meðalhita. 5. Látið lauk og gulrætur krauma á pönnunni í fimm mínútur. 6. Bætið hvítlauk, basilíku og oregano við og hrærið vel. 7. Hellið tómötum yfir ásamt salti, sykri og grænmetiskrafti og látið krauma á lágum hita undir loki í átta mínútur. 8. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. 9. Sigtið vatnið af og blandið spaghettíinu vel saman við sósuna. 10. Berið fram með góðu brauði. |
¾ dl olía 1 dl sykur 2 egg 3 dl hveiti 1 ½ tsk lyftiduft 1 dl mjólk eða undanrenna ½ tsk vanilludropar
3 tsk kakó 1 tsk sykur 1 msk kalt vatn
Hrært deig. Þriðji hluti deigsins er tekinn frá í skál og í hann er balndað kakó, sykri og vatni. |
Focaccia brauð – tvær útgáfur að velja um Ofnhiti 180 °C blástur. 9 dl hveiti 2 tsk ger 1½ tsk sykur 3¾ dl volgt vatn aðferð 1. Setjið hveiti, sykur og ger í skál. 2. Blandið vatninu saman við með sleif. 3. Stráið 1 tsk. af salti yfir deigið. 4. Hnoðið með höndunum á borði þangað til deigið er alveg sprungulaust. 5. Skiptið í tvo hluta. 6. Fletjið út í tvo ferhyrninga 1½ cm þykka og setjið í ofnskúffu eða álform. 7. Veljið hvora fyllinguna á að nota og smyrjið vel ofan á og stingið með fingrunum ofan í deigið þannig að holur myndist eftir þá. 8. Látið lyfta sér ofan á eldavélinni í um það bil 15–20 mínútur. 9. Bakið í miðjum ofni í 12 – 15 mínútur. fylling a a ½ dl olía 1 tsk þurrkað oregano ½ tsk þurrkuð basilíka ½ tsk gróft salt Setjið allt í litla skál og blandið saman með teskeið. Smyrjið ofan á brauðin eins og lýst er að ofan. fyllimg b ½ dl olía 8 sneiðar pepperóní skorið niður afar smátt 2–3 hvítlauksrif kramin í hvítlaukspressu ½ tsk hvítlaukssalt Setjið allt í litla skál og blandið saman með teskeið. Smyrjið ofan á brauðin eins og lýst er fyrir ofan. 180°C 15–18 mín |
|