Fréttir
Jól í skókassa 2011
Verkefnið „Jól í skókassa“ fer vel af stað. Við söfnum jólagjöfum til bágstaddra barna í Úkraníu og setjum þær í skókassa.
Nemendur Mýrarhúsaskóla fengu kynningu á verkefninu í vikunni og fylgdust mjög vel með. Í fyrra söfnuðust 170 jólagjafir. Spennandi verður að fylgjast með í næstu viku hve mörgum skókössum við söfnum í ár. Síðasti skiladagur í skólanum er fimmtudagurinn 10. nóvember.