Skólinn
Fréttir
IMG_2363

Dagur íslenskrar tungu í Mýrarhúsaskóla

16.11.2011 Fréttir

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á sal Mýrarhúsaskóla í morgun. Allir árgangar komu með skemmtiatriði sem þeir höfðu æft. Tvær skemmtanir voru haldnar fyrir 1.-6. bekk,  með atriðum fráöllum árgöngum. 

Þriðju bekkingar sýndu leikþátt um ævi Jónasar Hallgrímssonar, fyrstu bekkingar sungu tvö lög og annar bekkur kynnti Þórarinn Eldjárn og flutti ljóð eftir hann. Sjöttu bekkingar höfðu samið ljóð í tilefni dagsins sem þeir fluttu fyrir áheyrendur og 4. bekkingar fluttu leikna útgáfu af þekktum þjóðsögum. Að lokum lásu fimmtu bekkingar söguna Stúlkan í turninum eftir Jónas Hallgrímsson og sýndu myndir sem þeir höfðu teiknað við söguna.

HÉR ERU MARGAR MYNDIR (muna notendanafn og lykilorð)

IMG_2400