Skólinn
Fréttir
upplestrar1

Dagur íslenskrar tungu í Valhúsaskóla

16.11.2011 Fréttir

 

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Valhúsaskóla í dag, 16. nóvember. 

 

Stóra upplestrarkeppnin var kynnt fyrir 7. bekkingum á bókasafni skólans og formlega ýtt úr vör fyrir skólaárið 2011 – 2012.  Lokahátíðin verður haldin í Félagsheimili Seltjarnarness, fimmtudaginn, 15. mars 2012.  Nemendur fengu bókamerki Stóru upplestrarkeppninnar og kynningarhefti skólans.

 

Nemendur í 8. bekk unnu með mannlýsingar, í 9. bekk voru nýyrði á dagskrá og 10. bekkingar sömdu ljóð.  

upplestrar1upplestrar2