Skólinn
Fréttir
jol26

Skólahald í Mýró 19. og 20.des.

7.12.2011 Fréttir

 

Mánudaginn 19. des. og þriðjudaginn 20. des. verður skólahald með óhefðbundnum hætti.

 

19. des. mæta nemendur í skólann kl. 9:00 – 12:30. Litlu jólin verða haldin í stofunum og farið verður í heimsókn í Seltjarnarneskirkju þar sem 4. bekkingar sýna helgileik. Íþróttir og list- og verkgreinarkennsla fellur niður þennan dag. Nemendur mega koma með smákökur og ½ l. af gosi. Skjólið verður opið frá kl. 12:30  fyrir þá sem eiga þar pláss.

20. des. verða jólaskemmtanir í sal skólans. Nemendur mæta spariklæddir í sína stofu og hitta kennara sinn og eru aðeins á skemmtun hjá sínum bekk. Skjólið verður lokað þennan dag.

Þriðjudagur 20. des.  -  Jólaskemmtanir

9:15 – 10:30:  1.FR, 2.KL, 2. SIJ, 3.FS, 4. IG, 5.GIE, 6. GUG

10:45 – 12:00:  1.HG, 2.MKJ, 3.LAS, 4.IÓÞ, 5.KH, 6. HGO

Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.

Með jólakveðju

Stjórnendur