Skólinn
Fréttir
smidastofan-018

Samvinna kynslóða í Való

25.1.2012 Fréttir

Undanfarin tvö ár hefur hópur eldri kynslóðar  Nesbúa hist í smíðastofu
Valhúsaskóla. Hópurinn ýmist lagfærir hluti, rennir og sker út.Jon-hlustar-af-athygli-a-sogur-Axels

 

 

 

Einn úr hópnum byrjaði í dag á víkingaskipi, sá er búinn að ljósrita
teikningar og byrjaður að skera út efni. Hópnum er margt til lista
lagt og kunna þau vel til verka og nýta sér tæki og tól
smíðastofunnar. Þau aðstoða hvort annað ef þarf, innan hópsins eru smiðir, kennarar og verkfræðingar og annað hagleiksfólk.

Tveir úr hópnum þeir Axel Nikulásson og Bjarni Runólfsson heimsóttu smíðavals drengi Valhúsaskóla. Bjarni sýndi drengjunum rennda og útskorna hluti, sagði þeim sögur og lagði fyrir þá stærðfræðiþraut, en Axel kenndi nokkrum drengjum að renna. Haukur Björnsson heldur utan um starfsemina.Axel-segir-fra--utskornum-prjonastokki

Nýlega hófst óformlegt samstarf smíðastofu og Steinunnar
garðyrkjustjóra Nessins, en Steinunn gaf smíðastofunni nokkur jólatré bæjarbúa, og títt umræddir smíðavalsdrengir sóttu trén í síðustu viku. Nú fá trén framhaldslíf, en 7.bekkingar vinna nú hörðum höndum
að því að hanna hús af ýmsum stærðum og gerðum.

Gardyrkjumeistari-Nessins-Steinunn-gaf-okkur-jolatre-sem-vid-sottum-og-stefnum-ad-vinna-ur.     

HÉR ERU FLEIRI MYNDIR