Fréttir

Framhaldsskólakynning í Való
Síðdegis í gær fylltist Valhúsaskóli af 10. bekkingum og foreldrum þeirra. Þetta voru nemendur Valhúsaskóla og skólanna í vesturbæ Reykjavíkur. Tilefnið var framhaldsskólakynning sem nú var haldin í samstarfi við Hagaskóla í þriðja sinn. Þrettán framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu sendu fulltrúa til að kynna skólana. Þátttaka var góð og kynningin lukkaðist vel.
-