Skólinn
Fréttir
selid2

Undankeppni söngkeppni Samfés

25.1.2012 Fréttir

Föstudaginn 27. janúar fer fram undankeppni fyrir söngkeppni Samfés í Félagsheimili Seltjarnarness. Undankeppni þessi er landshlutakeppni fyrir „Kragann" svokallaða og verða 9 félagsmiðstöðvar af þessu svæði sem taka þátt. Starfsfólk Selsins auk nemendaráðs Valhúsaskóla hefur unnið hörðum höndum við skipulagningu keppninnar og verður án efa mikill stemning á skemmtuninni með 250-300 unglinga í húsi. 

Fyrir hönd Selsins keppir Rúna, Flóki, Stefanía og Margrét Aðalheiður með lagið Sorg í Borg en það er í upprunalegri útgáfu með Christina Perri og heitir Jar of Hearts. Það voru þær mæðgur Sóley Ragna og Brynja Tomer sem þýddu textann. 

Miðasala fer fram miðvikudaginn 25. janúar í félagsheimilinu klukkan 17:00 og kostar 500 krónur á viðburðinn. Þar sem miðafjöldinn dreifist á allar þær félagsmiðstöðvar sem taka þátt er Selið aðeins með 30 miða til sölu. 

Dagskrá keppninnar og ballsins.

Kl. 17:30 Húsið opnar 
Kl. 18:00 Söngkeppni hefst 
Kl. 20:00 Dómarar tilkynna úrslit. 
Kl. 20:00 DJ Jay-O (Jónas Óli) ásamt Axel Haraldssyni (trommuleikara Hjaltalín) munu halda uppi stuðinu á ballinu... SAMAN, sem er mikil snilld! 
Kl. 21:30 Ballið búið og allir fara sælir og glaðir heim.