Skólinn
Fréttir
IMG_1576

Stóra upplestrarkeppnin 2012

16.2.2012 Fréttir

 

Undankeppni fyrir Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2012 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla í dag,15. febrúar.Ellefu nemendur í 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði.  

 

Þeir fengu bókina Hjartsláttur eftir Ragnheiði Gestsdóttur að gjöf frá skólanum fyrir þátttökuna. Fjórir nemendur voru valdir til að taka þátt í undirbúningi fyrir lokahátíðina.

Þeir eru:  Einar Örn Jónsson 7ABJ, Júlíanna Vágseið Ström 7SJ, Kristófer Scheving 7SF og Lovísa Thompson 7ABJ. Lokahátíðin fer fram í Félagsheimili Seltjarnarness 15. mars n.k.

 Fleiri myndir hér

 

IMG_1582