Fréttir
Tónlist fyrir alla
Meginmál
Í morgun var nemendum í 3. og 4. bekk boðið á tónleika í matsalnum. Tónleikarnir eru á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Það voru þær Freyja Gunnlaugsdóttir klarínettuleikari og Ástríður Alda píanóleikari sem fluttu dagskrá sem kallast Drekafjaðrir. Freyja sagði nemendum skemmtilegar þjóðsögur frá Transilvaníu og þær stöllur léku nokkra dansa sem eru upprunnir þaðan. Þetta var skemmtileg stund sem allir nutu.