Góður árangur Való í Skólahreysti
Valhúsaskóli stóð sig með prýði í Skólahreysti í gærkveldi. Þau lentu í 4. sæti og voru aðeins hálfu stigi frá bronsmedalíu og ostakörfu. Til hamingju krakkar þetta er glæsilegur árangur !
Keppnislið Való:
Tinna Bjarkar Jónsdóttir - hraðaþraut
Markús Leví Stefánsson - hraðaþraut
Helga Laufey Hafsteinsdóttir – armbeygjur og hreystigreip
Einar Tudorel-Nicu Ragnarsson – upphýfingar og dýfur
Hrafnhildur Arna Nielsen - varamaður
Haukur Húni Árnason – varamaður
Nánari upplýsingar um keppnina er að fá inn á Skólahreysti.is
Myndir frá keppninni verða settar við fyrsta tækifæri inn á heimasíðuna. Stuðningsmannalið Valhúsaskóla var heldur fámennara en áður en stóðu sig vel og voru skóla sínum til sóma.
Með bestu kveðju
Metta og Örn
Mynd frá Skólahreysti í fyrra