
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2012
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin fimmtudaginn, 15. mars n.k., kl.17:00 í Félagsheimili Seltjarnarness.
Haustið 2007 hófst samvinna milli Garðabæjar og Seltjarnarness um lokahátíðina og er þetta í sjötta sinn sem haldin er sameiginleg lokahátíð.
Upplestrarkeppnin hefst formlega ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16.nóvember. Þá hefst undirbúningur allra nemenda í 7. bekk. Síðan eru valdir nemendur sem verða fulltrúar okkará lokahátíðinni.
Í ár lesa tíu nemendur frá fjórum skólum, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Valhúsaskóla.
Skemmtiatriði verða frá öllum skólunum.
