Skólinn
Fréttir
lestrar1

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar – 2012

16.3.2012 Fréttir

 

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness í gær, 15. mars.

Keppendur voru tíu talsins.  Þeir komu frá Flataskóla,  Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla. 
 

Fyrir hönd Valhúsaskóla kepptu Einar Örn Jónsson, Júlíanna Vágseið Ström og Melkorka Gunborg Briansdóttir.  Varamaður var Kristófer Scheving.

Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni  Draumaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, ljóð eftir Gyrði lestrar2Elíasson og ljóð að eigin vali.

 Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að

Vigfús Höskuldur Orri Árnason í Hofsstaðaskóla varð í 1. sæti, Klara Hjartardóttir í Flataskóla í  2. sæti og Melkorka Gunborg Briansdóttir í Valhúsaskóla í 3. sæti. 

Nemendur frá Tónlistarskóla Seltjarnarness sáu um tónlistarflutning meðan gestir voru að koma í hús og að lestri loknum voru skemmtiatriði frá öllum skólunum.  Hátíðinni lauk með því að allri þátttakendur fengu bókargjöf  frá Félagi íslenskra bókaútgefanda og sigurvegarar auk þess viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn og gjafabréf frá Eymundsson.

 Veitingar í hléi voru í boði Mjólkursamsölunnar og Seltjarnarnesbæjar.

lestrar1