Göngum í skólann vorið 2012 í Mýró
Fimmtudaginn 12. apríl hefst Göngum í skólann verkefnið okkar og mun það standa til 30. apríl. Síðastliðið haust náðum við þeim frábæra árangri að yfir 90% nemenda komu gangandi eða hjólandi í skólann. Kannski tekst okkur að gera betur núna.
Markmið verkefnisins er að:
· hvetja til aukinnar hreyfingar
· auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann
· fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar
· minnka bílaumferð í nágrenni grunnskóla
Við hvetjum foreldra til að fylgja yngstu börnunum, gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestan árangur. Þær bekkjardeildir sem ná bestum árangri fá gull-, silfur- eða bronsskóinn til varðveislu þar til næsta Göngum í skólann keppni verður næsta haust.