Fréttir
Lestrarsprettur
Stuttu fyrir páska lauk lestrarspretti í Mýrarhúsaskóla. Eins og síðustu ár var mikil og góð þátttaka. Börnin fengu eina baun fyrir hverja bók sem þau lásu, baunina settu þau í krukku á bókasafninu.
Nemendur fengu svo að giska á fjölann. Nú er krukkan góða á ferð um skólann þar sem hver bekkur fær að telja baunirnar.
Hver bekkur taldi einnig með sínum hætti hvað lesið var, bókafjölda eða blaðsíðufjölda. Ýmis skemmtileg verkefni spunnust út frá því m.a. um einingar, tugi, hundruði og þúsund.