Fréttir
5. og 6. bekk boðið í Hörpu
Í síðustu viku fóru 5. og 6. bekkingar Mýró í Hörpu. Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð nemendum að koma og hlusta á tónverk sem tengjast vorinu. Sumir fóru í strætó en aðrir gangandi skoðuðu miðbæinn í leiðinni. Um 800 krakkar voru saman komin í Eldborgarsalnum og allir hlustuðu vel á tónlistina . Halldóra Geirharðsdóttir leikkoná útskýrði verkin á skemmtilegan hátt. Takk fyrir okkur.
Í myndasafninu er mappa með myndum merkt Ferð í Hörpu í 5. og 6. bekk