Skólinn
Fréttir
IMG_2799

Stafsetningarlota í 6. bekk

8.5.2012 Fréttir

Síðustu tvær vikur hafa krakkarnir í 6. bekk verið í stafsetningarlotu. Þeir hafa verið að læra reglurnar um y, ý, ey og um j inni í orðum. Margvísleg verkefni hafa verið unnin, m.a. hafa nemendur skrifað eftir upplestri annarra nemenda, þeir útskýrt reglurnar hver fyrir öðrum og að lokum var keppni um hvaða hópur gat skrifað sms með flestum y.
Í lok vikunnar var svo farið út í krítaboðhlaup þar sem unnið var með reglurnar. Allir stóðu sig frábærlega og höfðu bæði gagn og gaman að. 

Það eru margar myndir af 6. bekkingum í myndasafninu
IMG_2841