Skólinn
Fréttir
546142_392810337425409_126218247417954_1172307_412719065_n

Ræðulið Valhúsaskóla komið í úrslit MORGRON

11.5.2012 Fréttir

30. apríl síðastliðin keppti ræðulið Valhúsaskóla í undanúrslitum MORGRON.
Keppnin fór fram í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og Való fór með fulla rútu af
stuðningsmönnum og tryllt stemning í hópnum.
Umræðuefni kvöldsins var  skólabúningar og Való talaði með skólabúningum.
Ræðulið Valhúsaskóla sigraði keppnina þrátt fyrir sterkt lið Hólabrekkuskóla og tryggði þau
þar með  sæti í úrslitaviðureign MORGRON sem fram fer í apríl á móti Hagaskóla. Við
munum að sjálfsögðu fjölmenna á þá keppni og stefnum við ótrautt á sigur!

Ræðulið skólans skipa:
Ásthildur Gyða Garðarsdóttir, Geir Zoega, Jórunn María Þorsteinsdóttir og Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir

546142_392810337425409_126218247417954_1172307_412719065_n