Skólinn
Fréttir
612590

Til hamingju ræðulið Valhúsaskóla

21.5.2012 Fréttir

 

Valhúsaskóli fór með sigur af hólmi í Morgron eða Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis. Kepptu Hagaskóli og Valhúsaskóli til úrslita í keppninni. Umræðuefnið var stríð, Hagaskóli var með og Valhúsaskóli á móti.

Í liði Valhúsaskóla voru: Ásthildur Gyða Garðarsdóttir liðsstjóri, Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir frummælandi, Geir Zoëga meðmælandi og Jórunn María Þorsteinsdóttir stuðningsmaður.

Við erum stolt af þessum  flottu krökkum og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. 

 

612590

546142_392810337425409_126218247417954_1172307_412719065_n