Skólinn
Fréttir
IMG_2488

Reykjaferð 7. bekkinga

23.5.2012 Fréttir

Vikuna 7.-11. maí 2010 fór 7. bekkur í Valhúsaskóla í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Tveir aðrir skólar voru á sama tíma þannig að hópurinn var rúmlega 100 krakkar. Rakel og Soffía F kennarar fóru með krökkunum.

Þar var fjölbreytt og skemmtilegt starf alla dagana og kvöldvaka og disco á kvöldin. Unnið var á ýmsum stöðvum í kennslunni s.s. byggðasafninu, í íþróttahúsinu og sundlauginni, undraheimi auranna, farið í fjöruna og margt annað skemmtilegt í umhverfinu og náttúrunni. Krakkarnir voru til mikillar fyrirmyndar í ferðinni á allan hátt og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.

Hér eru 106 myndir úr ferðinni


IMG_2525