Fréttir
Skólaheimsókn í Parmiter´s School
Tveir kennarar í Valhúsaskóla heimsóttu Parmiter´s School Watford Englandi í síðustu viku. Heimsóknin tengist nýju valfagi í Valhúsaskóla "British Culture and Art" og var tilgangurinn að endurnýja tengslin milli skólanna og koma á nemendasamskiptum, en hópur nemenda frá Parmiter´s kemur árlega til Íslands og hefur komið í móttöku í Valhúsaskóla.Við fengum góðar mótttökur frá skólastjóra og kennurum. Við fengum góða kynningu á sögu og starfsemi skólans, við sátum í kennslustundum m.a. í lífsleikni, list og hönnun, upplýsingatækni og sögu.