Skólinn
Fréttir
sv3

Námsferð til Danmerkur

5.6.2012 Fréttir

Nemendur í dönskuvali fóru ásamt kennurum sínum til Kaupmannahafnar í maí mánuði. Heimsóttir
voru tveir skólar, Kildegårdskólinn og íþróttalýðháskólinn í Gerlev , farið í Tívolí, Bakken og kíkt
á helstu staði í miðborg Kaupmannahafnar. Kildegårdskólinn er grunnskóli í Herlev, vinabæ
Seltjarnarness og þar fengu okkar nemendur að skoða skólann og spjalla við danska nemendur og
lauk heimsókninni með sameiginlegum hádegisverði sem samanstóð af dönsku og íslensku hráefni. í
Gerlev íþróttalýðháskólanum var tekið vel á móti okkur, bæði af dönskum og íslenskum nemendum.
Þar fengu okkar krakkar að vera með í tímum og skoða sig um á svæðinu. Gist var í íþróttagistiheimili
í Gladsaxe og skiptust krakkarnir á að elda kvöldmat hvert fyrir annað. Þetta var velheppnuð ferð sem
var öllum til sóma.

Skoðið myndasafnið, þar eru margar myndir úr ferðinni

102_4503