Fréttir
Góðar gjafir frá Foreldrafélaginu
Foreldrafélag skólans hefur gefið skólanum góðar gjafir við margvísleg tækifæri. Nú í vor voru skólanum færð tvö Weber grill sem vígð voru á vorhátíðinni.
Þetta eru borðgrill sem hægt verður að taka með í ferðir á vegum skólans. Þessi gjöf á eftir að nýtast skólanum vel og nú þurfum við ekki lengur að fá lánuð grill þegar við viljum gera okkur dagamun. Við þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.