Skólinn
Fréttir

Göngum í skólann

14.9.2012 Fréttir

Nú hefur göngum í skólann átakið okkar staðið í rúma viku og þátttakan er mjög góð þrátt fyrir rysjótt tíðarfar. Í velflestum bekkjum er þátttakan eitthvað í kringum 90% og sumir bekkir hafa náð mörgum dögum þar sem allir sem einn koma gangandi eða hjólandi í skólann. 
Samkeppnin um GULL- SILFUR- OG BRONSSKÓINN er því orðin býsna hörð. Í fyrrahaust var heildarþátttakan rétt yfir 90% og vonandi náum við að jafna það. Áfram Mýró!

Í myndasafninu eru margar myndir af gangandi og hjólandi krökkum