Skólinn
Fréttir

Gjöf til skólans

17.9.2012 Fréttir

Fyrir um ári síðan gaf Anna Birna Jóhannesdóttir kennari skólanum veglegt veggspjald sem hún hefur látið gera með myndum af villtum plöntum á Seltjarnarnesi. Myndirnar hefur hún sjálf tekið og í framhaldinu fór hún að taka saman upplýsingar um jurtir og ekki síst lækningamátt þeirra.

Hún lét ekki staðar numið við þetta heldur hefur nú látið prenta bók með myndunum á veggspjaldinu. Bókin er nokkurs konar greiningarlykill, handbók sem gagnast nemendum vel þegar þeir fara út til þess að greina plöntur. Þetta merkilega framtak hennar hefur vakið athygli umhverfisnefndar bæjarfélagsins, sem óskaði eftir því að kaupa af henni 50 eintök af bókinni til þess að færa skólanum að gjöf. Í gær kom formaður umhverfisnefndar, Margrét Pálsdóttir og Elín Helga Guðmundsdóttir meðstjórnandi, ásamt Önnu Birnu í skólann og afhentu þessa góðu gjöf sem á eftir að nýtast okkur vel á komandi árum.