Fréttir

Litlu snillingarnir í upptökuveri
Síðastliðinn fimmtudag fóru Litlu snillingarnir í upptökuver í Hafnarfirði til að aðstoða Ásgeir Trausta við lag sem hann er að gefa út. Allt gekk vel og stóðu krakkarnir sig mjög vel, eins og eftirfarandi þakkarbréf sýnir:Sæl öll sömul,
Þetta gekk vonum framar með börnin í dag. Glæsilegir krakkar og þetta gekk hratt og örugglega fyrir sig. Í viðhengi eru myndir og tvö myndbönd af þeim að syngja.
Kærar þakkir fyrir aðstoðina Inga og þú mátt gjarnan skila kærum þökkum til krakkanna! Vonandi getum við launað þeim aðstoðina á einhvern skemmtilegan hátt við tækifæri.
Kær kveðja,
María

