Skólinn
Fréttir

Skólatöskudagar

2.10.2012 Fréttir

Í síðustu viku  komu iðjuþjálfar frá Landspítala í heimsókn í skólann í tilefni skólatöskudaga. Þeir heimsóttu 1. og 3. bekki. Nemendur fengu fræðslu um ávinning þess að vera með rétt stillta og hæfilega þunga skólatösku. Hver nemandi var vigtaður og skólataskan einnig, en skólataskan á ekki að vera meira ein 10% af þyngd nemandans. Þetta var fræðandi og gagnlegt fyrir nemendur.