Skólinn
Fréttir

Göngum í skólann

5.10.2012 Fréttir

Síðustu þrjár vikurnar hefur Göngum í skólann átakið okkar verið í gangi. Síðastliðið haust náðum við þeim frábæra árangri að yfir 90% nemenda í 1. – 6. bekk tóku þátt í átakinu og stuðluðu með því að hreinna lofti og minni bílaumferð við skólana.

Nú í haust hefur verið fremur rysjótt tíð en nemendur létu það ekki á sig fá og heildarárangur skólans er líklega um 92%. Sigurvegarar í þetta sinn eru:

Gullskórinn: 4-LAS og 6-KH

Silfurskórinn: 4-HÞ

Bronsskórinn: 5-GUG

Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur.