Skólinn
Fréttir

Getraun fyrir vetrarfríið. Hvað er sameiginlegt með eftirtöldum vinnustöðum?

17.10.2012 Fréttir

KSÍ, Lyf og heilsa, útvarsstöðin FM 957, rannsóknarstofa Landspítalans í vefjafræði, Leifsstöð, Landhelgisgæslan, World Class/einkaþjálfari, Björnsbakarí, Hljóðverið Stúdío Sýrland, veitingaþjónustan Veislan, Nýherji/TM Software, Borgarleikhúsið, Snyrtistofan Jóna, Íslenski dansflokkurinn, vinnustofa Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu, augnlækningastofan Sjónlag, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Icelandair hótel, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Dýraspítalinn í Víðidal, vinnustofa Brynju Valdísar leikkonu, Nordica Spa, Ikea Landspítalinn/yfirsálfræðingur og veitingastaðirnir Hamborgarafabrikkan, Kolabrautin, Fiskmarkaðurinn/ Grillmarkaðurinn, Ruby Tuesday.

Svar: Á öllum þessum stöðum var tekið á móti 10. bekkingum í starfskynningu í gær, 16. október. Krakkarnir komu glöð til baka, miklu fróðari um atvinnulífið. Eftir vetrarfrí segja þau bekkjarfélögum sínum frá heimsóknunum.