Skólinn
Fréttir

Forvarnardagurinn 31.10. 2012

2.11.2012 Fréttir

Miðvikudaginn 31. okt. var forvarnardagur hjá 9. bekk í Valhúsaskóla eins og í mörgum öðrum skólum.  Dagskráin hófst kl. 9:00 á bókasafni skólans með spilun á ávarpi forseta Íslands.  Því næst ræddi Magga í Selinu við krakkana, brýndi fyrir þeim mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi, nýta tómstundir sínar á jákvæðan hátt auk þess sem hún sýndi þeim niðurstöður úr könnun Rannsóknar og greiningar varðandi það hver staðan er á Seltjarnarnesi þegar reykingar og drykkja unglinga er skoðuð.

Krökkunum var hrósað fyrir gott ástand en skólinn hefur verið reyklaus síðustu tvö ár og samkvæmt könnuninni hafði enginn neytt áfengis síðustu 30 daga þegar könnunin var lögð fyrir. Því næst var krökkunum sýnt myndband dagsins og kynntur fyrir þeim ratleikur forvarnardagsins sem allir unglingar, 14-18 ára ára, geta tekið þátt í næstu vikurnar. Þá leystu krakkarnir verkefni forvarnardagsins í hópum og skiluðu niðurstöðum sínum til forsvarsmanna dagsins.
Það var gaman að vinna þetta með krökkunum enda er hér um fyrirmyndarfólk að ræða.