Skólinn
Fréttir

Skáld í skólum - Sigrún og Þórarinn Eldjárn

5.11.2012 Fréttir

Í síðustu viku komu systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjárn í  heimsókn til 3. og 4. bekkinga. Þau töluðu um bækurnar sínar og sýndu myndir. Krakkarnir hlustuðu vel, enda þekktu þau vel allar persónurnar sem talað var um. Virkilega ánægjuleg heimsókn sem allir höfðu gaman af.