Skólinn
Fréttir

Kennaranemar frá Danmörku

7.11.2012 Fréttir

Mánudaginn 29.októrber komu þrír danskir kennaranemar til okkar í Valhúsaskóla. Þetta eru þær Anne, Helene og Trine sem eru á þriðja ári í Háskólanum í Árósum. Þær verða hjá okkur í 6 vikur og kenna 9.bekk 3 tíma í viku og 10.bekk 2 tíma í viku.

Í sínu kennaranámi eru þær allar með dönsku sem aðalfag en sérhæfa sig þar að auki í samfélagsfræði, sögu og dönsku sem annað tungumál.